Útivist í Geopark

ÚTIVIST FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Í SUMAR

Reykjanes Geopark mun bjóða upp á útivist fyrir almenning á fimmtudagskvöldum í sumar í samstarfi við Bláa Lónið og HS Orku. Markmið verkefnisins er að kynna einstakt umhverfi og menningu Reykjanes Geopark fyrir almenningi gegnum útivist, fróðleik og skemmtun.

Nánari upplýsingar um viðburðina er að finna inn á Facebooksíðu verkefnisins og með því að ýta á hvern viðburð hér að neðan.

 

DAGSKRÁ SUMARSINS 2018

7. júní – Drauga- og tröllaganga á Reykjanesi með Reykjanes Geopark

14. júní – Söguganga á Vatnsleysuströnd með Minja- og sögufélagi Vatnsleysustrandar

17. júní - Blómaganga um Háabjalla og Snorrastaðatjarnir

23. júní – Jónsmessuganga Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar

5. júlí – Gengið um Stóra Skógfell með jarðfræðingi HS Orku

10. júlíFjöruferð með Náttúrustofu Suðvesturlands - ATH breytta dagsetningu

9. ágúst – Hjólað um Reykjanesbæ og nágrenni með 3N

23. ágúst – Tónlistarganga um Keflavík með Söngvaskáldum á Suðurnesjum