Útivist í Geopark


ÚTIVIST FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Í SUMAR
 
Reykjanes Geopark mun bjóða upp á útivist fyrir almenning í sumar í samstarfi við Bláa Lónið og HS Orku. Markmið verkefnisins er að kynna einstakt umhverfi og menningu Reykjanes Geopark fyrir almenningi gegnum útivist, fróðleik og skemmtun.
 
Fyrsta ganga sumarsins fer fram mánudagskvöldið 27. maí. Þá verður boðið upp á að ganga Hraunahringinn á Reykjanesi með Wapp – gönguapp og gönguhópnum Vesen og vergangur. Gangan hefst við bílastæðið við Reykjanesvita kl. 20:00.
 
Líkt og fyrri ár verður dagskrá sumarsins 2019 fjölbreytt og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar um viðburðina er að finna inn á viðburðum á Facebooksíðu verkefnisins.
 
DAGSKRÁ SUMARSINS 2019
13. júní - Hjólaferð með 3N 
27. júní – Gönguferð með Minja- og sögufélagi Vatnsleysustrandar 
18. júlí – Gengið um Húshólma með Minjaverði Reykjaness
15. ágúst – Söguslóðir Sigvalda Kaldalóns í Grindavík með Söngvaskáldum á Suðurnesjum 
 
Hlökkum til að sjá ykkur á Reykjanesi í sumar !