Skráning sílamáfavarps á Miðnesheiði

Þekkingarsetur Suðurnesja og Náttúrustofa Suðvesturlands vinna að innleiðingu samfélagsvísinda, þ.e. vísindalegrar þekkingar sem er að fullu eða hluta unnin af almennum borgurum. Verkefnið er unnið að erlendri fyrirmynd og er fyrsti liðurinn þátttaka almennings í kortlagningu sílamáfavarps á Miðnesheiði.
 
Kortlagningin fer fram föstudaginn 8. júní nk. milli kl. 17 og 21 og býðst almenningi að taka þátt. Hópurinn hittist í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1 í Sandgerði og fær þar fræðslu um rannsóknina, framkvæmd hennar og viðfangsefnið sílamáfinn. Að því loknu er haldið að Rockville þaðan sem gengið er um Miðnesheiðina.
 
Þátttakendur þurfa að vera í góðum skóm, klæddir í samræmi við veður og gott er að hafa nesti. Þeir sem eiga GPS tæki mega gjarnan hafa það með sér.
 
Skráðu þátttöku hér að neðan.
captcha