Drifting apart

Reykjanes UNESCO Global Geopark er þátttakandi í verkefninu Drifting Apart. Markmiðið er að styrkja tengsl milli geoparka á norðurslóðum, vinna að sameiginlegri markaðsáætlun, styrkja innviði og auka fræðslustarf innan geoparka sitthvoru megin við Atlantshafið. 

Verkefnið hófst árið 2014 eftir að hafa fengið styrk úr Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins

Allir geoparkar á Íslandi eru þátttakendur í verkefninu þ.e. Katla UNESCO Global Geopark og Saga Geopark, en auk þeirra eru þátttakendur frá Kanada, Norður Írlandi, Írlandi, Noregi, Rússlandi og Skotlandi. 

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið á heimasíðu þess: Drifting Apart