Samþykktir

SAMÞYKKTIR (STOFNSKRÁ) FYRIR REYKJANES JARÐVANG SES 

Heiti
1. gr.

Félagið er sjálfseignarstofnun sem stundar atvinnurekstur og er nafn þess Reykjanes jarðvangur ses, á ensku Reykjanes Geopark.

Heimilisfang
2. gr.

Heimilisfang og varnarþing er að Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbær.

Tilgangur
3. gr.

Tilgangur Reykjanes jarðvangs ses. er að vernda og nýta jarðminjar svæðisins í þágu sjálfbærrar þróunar og eflingu byggðarinnar. Þróuð verði jarðtengd ferðamennska á svæðinu (Geotourism) sem byggi á fræðslu um jarðminjar, samspil manns og nátturu, og útivist. Með öflugu samstarfi atvinnulífs, sveitarfélaga, ríkisvalds og stoðkerfis skal jarðvangurinn vinna að bættum búsetuskilyrðum og sköpun nýrra atvinnutækifæra. Félaginu er ætlað að vera aðili að UNESCO Global Geoparks.

Stofnendur
4. gr.

Stofnendur eru Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður, Sveitarfélagið Vogar, Bláa lónið hf., Ferðamálasamtök Suðurnesja, HS Orka hf., Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs ehf. og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.

5. gr.

Stofnfé er kr. 1.751.760.- sem er framlag stofnenda félagsins og skiptist þannig:

Grindavíkurbær, kt. 580169-1559 540.420.-
Reykjanesbær, kt. 470794-2169 474.420.-
Sandgerðisbær, kt. 460269-4829 148.660.-
Sveitarfélagið Garður, kt. 570169-4329 100.040.-
Sveitarfélagið Vogar, kt. 670269-2649 238.220.-
HS orka hf., kt. 680475-0169 50.000.-
Bláa lónið hf., kt. 490792-2369 50.000.-
Ferðamálasamtök Suðurnesja kt. 540984-0429 50.000.-
Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs ehf., kt. 500507-0550 50.000.-
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, kt. 640479-0279 50.000.-

Reykjanes jarðvangur ses. ber ábyrgð á skuldbindingum sínum með öllum eignum sínum og öðrum þeim eignum er hann kann að eignast síðar. Engin sérréttindi tilheyra stofnendum.

6. gr.

Tekjur Reykjanes jarðvangs ses. skulu vera:

 • Framlög ríkis og sveitarfélaga.
 • Tekjur af auglýsingum.
 • Árgjöld.
 • Vaxtatekjur.
 • Styrkir, framlög og gjafir sem kunna að berast.
 • Aðrar tekjur.

Stjórn
7. gr.

Stjórn skal skipuð 7 mönnum og 7 til vara tilnefndum á aðalfundi. Stjórnin skal skipuð til 1 árs í senn með eftirfarandi hætti:

 • Einn stjórnarmaður og annar til vara skal tilnefndur af hálfu Reykjanesbæjar.
 • Einn stjórnarmaður og annar til vara skal tilnefndur af hálfu Grindavíkurbæjar.
 • Einn stjórnarmaður og annar til vara skal tilnefndur af hálfu Sveitarfélagsins Voga.
 • Einn stjórnarmaður og annar til vara skal tilnefndur af sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs.
 • Þrír stjórnarmenn og þrír til vara skulu tilnefndir sameiginlega af hálfu annarra aðila sem aðild eiga að stofnuninni.

Þau sveitarfélög sem ekki eiga fulltrúa í stjórn hafa rétt á að skipa áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt.

Þeim aðilum er tilnefna stjórnarmenn er heimilt að skipta um stjórnarmann utan aðalfunda. Tekur þá nýr stjórnarmaður við er tilkynning þess efnis hefur borist stjórn félagsins.

Falli atkvæði á jöfnu skal atkvæði formanns ráða.

Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og velur hún sér formann og varaformann. Stjórnin stýrir öllum málefnum stofnunarinnar og kemur fram út á við fyrir hönd stofnunarinnar. Stjórn skal sjá til þess að skipulag og starfsemi stofnunarinnar sé jafnan í réttu og góðu horfi. Undirskriftir meirihluta stjórnar skuldbinda stofnunina. Stjórn stofnunarinnar getur veitt prókúruumboð fyrir stofnunina.

Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnar sækir fund. Mikilvæga ákvörðun má þó ekki taka án þess að allir stjórnarmenn hafi haft tök á að fjalla um málið, sé þess nokkur kostur. Afl atkvæða ræður afgreiðslu mála. Halda skal fundargerðarbók um það sem gerist á stjórnarfundum.

8. gr.

Formaður stjórnar boðar til stjórnarfunda og skal boða fundi með a.m.k. viku fyrirvara nema óvenjulegar aðstæður kalli á annað. Hver stjórnarmaður getur krafist stjórnarfunda. Stjórnin skal setja sér starfsreglur þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd starfa hennar.

9. gr.

Framkvæmdastjóri hefur með höndum stjórn á daglegum rekstri stofnunarinnar og kemur fram fyrir hönd hennar í öllum málum sem varða venjulegan rekstur. Framkvæmdastjóra bera að veita stjórnarmönnum og endurskoðendum allar upplýsingar um rekstur stofnunarinnar, sem þeir kunna að óska og veita ber samkvæmt lögum.

Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja ber ábyrgð á öllu almennu reikningshaldi auk þess sem hann ber ábyrgð á fjárvörslu stofnunarinnar og ráðningu starfsmanna eftir því sem þörf þykir í samræmi við umfang starfsemi stofnunarinnar. Starfsmenn skulu skila mánaðarlegri framvinduskýrslu til framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélagsins um helstu verkefni og viðfangsefni.

10. gr.

Aðalfundur skal kjósa einn eða fleiri löggilta endurskoðendur (eða endurskoðendafélög) til að endurskoða reikninga fyrir hvert starfsár. Endurskoðendur má ekki kjósa úr hópi stjórnarmanna eða starfsmanna félagsins.


Reikningsárið
11. gr.

Starfsár og reikningsár er almanaksárið, 1. janúar til 31. desember. Stjórnin skal hafa lokið gerð ársreiknings og lagt hann fyrir endurskoðendur eigi síðar en 30. apríl ár hvert. Ársfund skal halda fyrir lok september ár hvert.

12. gr.

Hagnaði sem verður af starfsemi jarðvangsins skal varið til þeirra verkefna er greinir í 3. gr. samþykkta þessara. Þó er stjórn hans heimilt að leggja sanngjarna fjárhæð til hliðar til að tryggja fjárhagsstöðu og áframhaldandi rekstur hans.

Hugsanlegt tap af starfseminni verður greitt úr sjóðum jarðvangsins eða fært á næsta reikningsár.

Félagsaðild
13. gr.

Aðilar að jarðvanginum greiða árgjald sem ákveðið er á aðalfundi. Rekstraraðilar á svæðinu sem vilja vinna að framgangi markmiða jarðvangsins geta gerst aðilar að sjálfseignarstofnuninni gegn greiðslu árgjalds.

Aðalfundur
14. gr.

Til aðalfundar skal boðað skriflega og með sannanlegum hætti með minnst 10 daga fyrirvara. Stjórn félagsins undirbýr aðalfund, og skal dagskrá hans vera eftirfarandi:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Ársreikningur síðasta árs lagður fram
 3. Starfs- og fjárhagsáætlun
 4. Tilnefning stjórnar
 5. Kosning endurskoðenda
 6. Ákvörðun um greiðslu þóknunar til stjórnarmanna
 7. Ákvörðun um árgjald næsta árs
 8. Önnur mál

Atkvæðisrétt á aðalfundi eiga aðilar að jarðvanginum sem greitt hafa árgjald.


Breyting samþykkta, slit og sameining
15. gr.

Heimilt er að breyta samþykktum stofnunarinnar og þarf til þess samþykki allra stjórnarmanna stofnunarinnar á tveimur fundum stjórnar, sem haldnir skulu með minnst einnar viku millibili, svo og samþykki 2/3 hluta fundarmanna á aðalfundi.

16. gr.

Með tillögum um slit og skipti skal fara sem breytingar á samþykktum þessum. Komi til þess að jarðvangurinn verði lagður niður skal hrein eign hennar renna til hliðstæðra verkefna og tilgreind eru í 3. gr. eftir nánari ákvörðun stjórnar.

17. gr.

Þar sem ákvæði samþykkta þessara ná ekki til um hvernig með skuli farið, skal hlíta ákvæðum laga um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur nr. 33/1999, svo og öðrum lagaákvæðum er við geta átt.

 

Samþykkt á stofnfundi Reykjanes jarðvangs ses. 13. nóvember 2012.
Breytt á aðalfundi Reykjanes jarðvangs 16. september 2016