Útivist í Geopark

Útivist í Reykjanes UNESCO Geopark er samstarfsverkefni Reykjanes Geopark, Bláa Lónsins og HS Orku hf. Markmið verkefnisins er að fólk kynnist einstöku umhverfi í gegnum útivist, fróðleik og skemmtun.

Útivist í Geopark - Logo

Eggert Sólberg, forstöðumaður Reykjanes Geopark, segir það vera mikilvægt fyrir jarðvanginn að geta boðið upp á útivistarverkefnið. “Ein af megináherslum okkar er að veita fjölbreytta fræðslu og hvetja fólk til að upplifa einstaka náttúru svæðisins. Stuðningur Bláa Lónsins og HS Orku við verkefnið gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytta útivistardagskrá þátttakendum að kostnaðarlausu.”

 

Ítarlegri dagskrá viðburða í jarðvangsviku hvers árs er hægt að finna inn á upplýsingasíðu um viðburðinn hér og á Facebook síðu verkefnisins.