Fuglar á Reykjanesi

Reykjanes Geopark er þátttakandi í verkefninu Fuglar á Reykjanesi. 

Reykjanesskaginn er sérstaklega vænlegur til fuglaskoðunar og mikil þekking varðandi fuglalíf á svæðinu hefur skapast hjá Náttúrustofu Suðvesturlands, Rannsóknasetri HÍ á Suðurnesjum og Þekkingarsetri Suðurnesja. Rannsóknir og gagnaöflun í tengslum við fuglalíf á svæðinu hefur staðið yfir árum saman hjá Náttúrustofu Suðvesturlands og árið 2014 kom út skýrslan Fuglastígur Reykjanesskaga - ný vídd í ferðaþjónustu á Reykjanesskaga, en þar er fjallað um hentuga fuglaskoðunarstaði á svæðinu. 

Markmiðið verkefnisins er að útbúa yfirlitskort af Reykjanesskaganum þar sem sjá má bestu staðina til fuglaskoðunar, hvaða fugla er að finna þar og á hvaða tíma. Kortið verður bæði prentað út til dreifingar og aðgengilegt á heimasíðum samstarfsaðila á rafrænu formi. Þá verður það bæði á íslensku og ensku.

Sambærileg kort hafa verið gerð fyrir Norðurland eystraNorðurland vestra og Eyjafjörðinn

Samstarfsaðilar verkefnisins: Markaðsstofa Reykjaness, Þekkingarsetur Suðurnesja og Nátttúrustofa Suðvesturlands.