Verkefnið "Gagnvirkir fræðslustígar á Reykjanesi" leitar eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við að ganga stíga á Reykjanesinu og taka upp myndir á leiðunum.
Verkefnið útvegar allan búnað til upptöku en áhugasamir göngugarpar geta skráð sig hér fyrir neðan og valið óskaleiðir til að ganga.
Haft verður samband við áhugasama fyrir frekari útfærslu og val á dagsetningum fyrir göngurnar.