Gagnvirkir fræðslustígar á Reykjanesi

Reykjanes Geopark er þátttakandi í verkefninu „Gagnvirkir fræðslustígar á Reykjanesi: Google Maps í menntun, fræðslu og markaðssetningu“.

Verkefnið miðar að því að kortleggja og skilgreina stíga innan Reykjanes Geopark sem nýtast geta bæði til fræðslu almennings og kennslu í jarð- og landfræði á svæðinu og mynda þá með 360° myndavélum frá Google, ásamt því að útbúa fræðsluefni fyrir ferðamenn og ferðaþjónustuaðila á Reykjanesinu, sem nýtist einnig við kennslu á grunnskólastigum, fyrir leiðsögumenn og í staðarleiðsögn um Geopark og almennri markaðssetningu á svæðinu.

Ávinningur af verkefninu er margþættur og tengist allt frá hönnun og þróun fræðsluefnis sem nýtist jafnt nemendum á svæðinu sem og aðilum í fræðslutengdri ferðaþjónustu, yfir í einstakt tækifæri til að markaðssetja Reykjanesið sem áhugavert og eftirsóknavert útivistarsvæði fyrir jafnt innlenda sem erlenda ferðamenn.

Samstarfsaðilar verkefnisins eru: Geocamp Iceland og Markaðsstofa Reykjaness.

Verkefnið leitar eftir áhugasömum aðilum til að ganga og mynda gönguleiðir nú í sumar 2017. Fyrirhugað er að kortleggja og mynda eftirfarandi leiðir:

Árnastígur - 12 km, 4-5 klst
Dalaleið - 23 km, 7-8 klst
Gígsleið - 2 km, 2 klst
Hettustígur - 5 km, 2-3 klst
Hrauntungustígur - 16 km, 3-4 klst
Hundraðgígaleið - 5 km, 1-2 klst
Ketilstígur - 5 km, 1-2 klst
Krýsuvíkurgata - 13 km, 3-4 klst
Prestastígur - 17 km, 4-5 klst
Reykjavegur - 114 km, 5-7 dagar 
Sandakravegur - 8 km, 2-3 klst
Skipsstígur - 16 km, 5-6 klst
Skógfellavegur - 15 km, 5-6 klst
Stórhöfðastígur - 10 km, 3-4 klst
Þórustaðastígur - 18 km, 6-7 klst

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu verkefi getur þú skráð þig hér, merkt við þær leiðir sem þú hefur áhuga á að ganga eða tiltekið aðrar áhugaverðar gönguleiðir.