Viðurkennt Reykjanes UNESCO Global Geopark fyrirtæki

Vörumerkið Reykjanes UNESCO Global Geopark skiptir máli fyrir ferðaþjónustuna innan sveitarfélagamarka Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Í sameiningu geta fyrirtæki á svæðinu gert vörumerkið enn verðmætara um leið og styrkt ímynd sína.

Merki Reykjanes UNESCO Global Geopark

Fyrirtæki innan marka geoparka um allan heim hafa tækifæri til þess að nota merki þeirra til þess að kynna sig. Fyrirtæki sem skrifa undir samning við Reykjanes UNESCO Global Geopark fá heimild til þess að nota sérhannað merki Reykjanes Geopark enda felast í undirskriftinni áherslur til næstu ára.

Samningurinn byggir á leiðbeiningum fyrir notkun merkis EGN (European Geoparks Network) auk þess sem reglurnar hafa verið sniðnar að aðstæðum á Reykjanesi. Þar er kveðið á um þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til þess að nota vörumerkið.

Ávinningur í notkun merkis

Ávinningur fyrirtækja af samstarfi við Reykjanes Geopark er nokkur. Þannig hafa fyrirtæki möguleika á að nota samstarfsmerkið (Proud Partner of Reykjanes UNESCO Global Geopark) auk þess að hafa aðgang að kynningar- og fræðsluefni Reykjanes Geopark. Mikilvægast er þó að virk þátttaka fyrirtækja stuðlar að því að viðhalda UNESCO tengingu við svæðið á komandi árum. Reykjanes Geopark mun kynna samstarfsfyrirtækið á sama hátt og fyrirtækið mun kynna Reykjanes Geopark.

Um leið og fyrirtæki á svæðinu sameinast um að nota merki Reykjanes UNESCO Global Geopark sem upprunamerkingu, styrkjum við ferðaþjónustu og framleiðslu á Reykjanesskaga.

Kostnaður

Samstarf við Reykjanes Geopark um notkun vörumerkisins er fyrirtækjum að kostnaðarlausu. 

Viltu vera með?

Upplýsingar um Reykjanes UNESCO Global Geopark fyrirtæki á íslensku og ensku (pdf)

Samningur um notkun á merki Reykjanes UNESCO Global Geopark á íslensku (pdf)

Samningur um notkun á merki Reykjanes UNESCO Global Geopark á ensku (pdf)

 

Nánir upplýsingar er hægt að nálgast gegnum netfangið info@reykjanesgeopark.is eða í síma 420 3288.

RGP Certified Enterprise