Lífríki

Á Reykjanesskaga ber mest mest á fuglum, refum og selum. Mófuglar eru algengir og víða má finna fugal í sjávarbjörgum. Á flatlendi verpa mávar og kríur. Meðal annarra varpfugla eru steindeplar og lóur, og ýmsir sund- og vaðfuglar en meðal ránfugla má sjá bæði hrafna, fálka, smyrla og kjóa.

Landbúnaður var mikilvægur atvinnuvegur á Reykjanesi. Þá voru þar hjarðir húsdýra, einkum sauðfé, en þær eru nú horfnar.

Veðurfarið einkennist af töluvert mikilli úrkomu, vindasömum dögum og háum meðalárshita. Hröð upphleðsla jarðlaga og veðurfar hafa leitt til ólíkra vistkerfa, frá afar fábreyttum og harðgerðum gróðri í sandi og hrauni til heiða- og kjarrgróðurs á skjólsælum stöðum.