Fólkið

Talið er að níu landnámsmenn hafi numið Reykjanesskaga ásamt fjölskyldum. Byggð á Suðurnesjum hefur einkennst af nálægð við sjó og fengsæl fiskimið. Víða má sjá slóðir og vörður í hrauninu sem marka aldagamlar þjóðleiðir sem þjónuðu fólki á ferð til verstöðva. Mikil verslun var við útlendinga í nokkrum höfnum á 15.-19. öld. Tvær jarðvarmavirkjanir eru reknar á á skaganum.

Bandaríska NATO-herstöðin og flugvöllurinn við Keflavík breyttu miklu um þróun atvinnulífs á seinni hluta 20. aldar. Bláa Lónið er einn eftirsóknarverðasti ferðamannastaður Íslands.