Framkvæmdir standa yfir við Brimketil

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir framkvæmdir við Brimketil, nýjan áfangastað á suðurströnd Reykjanesskagans milli Grindavíkur og Reykjanesvita. Í ár verður útbúið nýtt bílastæði og smíðaðir útsýnispallar sem tryggja eiga betur öryggi gesta og auðvelda aðgengi að katlinum. 

Framkvæmdum við bílastæði er lokið í ár. Uppsetning útsýnispalla hefst í nóvember og má búast við því að loka þurfi hluta svæðisins á meðan framkvæmdir standa yfir. Gestir eru beðnir um að sýna verktökum skilning. Áætluð verklok eru 31. desember 2016.