Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur gefið út veglega bók um Reykjanes þar sem finna má fjölda ljósmynda af einstökum Reykjanesskaganum og tilvísanir í menningu og sögu þessa landshluta sem kalla má hliðið inn í landið.
Bláa Lónið hf. og Reykjanes Unesco Global Geopark (RGP) hafa ákveðið að taka upp samstarf sem stuðlar að markmiðum Jarðvangsins á Reykjanesi og sveitarfélaganna fjögurra sem eru innan hans. Til staðfestingar því var samstarfsyfirlýsing undirrituð í Bláa Lóninu þriðjudaginn 16. apríl að viðstöddum forsvarsmönnum sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Jarðvangsins og Bláa Lónsins.
Undanfarnar vikur hafa staðið yfir framkvæmdir við Brimketil, nýjan áfangastað á suðurströnd Reykjanesskagans milli Grindavíkur og Reykjanesvita. Í ár verður útbúið nýtt bílastæði og smíðaðir útsýnispallar sem tryggja eiga betur öryggi gesta og auðvelda aðgengi að katlinum.
Dagana 6.-11. júní nk. stendur Reykjanes UNESCO Global Geopark fyrir sinni fjórðu Geoparkviku. Sambærilegar vikur eru haldnar um alla Evrópu í maí og júní.